Íslenskir ríkisborgarar hafa samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla (Befalskolen) norska hersins. Íslendingar hafa hins vegar ekki tækifæri til að gegna almennri herþjónustu á sama hátt og norskir ríkisborgarar.
Hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra ríkisborgara á norskum herskólum (Befalskolen) á "Leiðbeiningar fyrir Íslendinga sem sækja um skólavist við herskóla í Noregi" og "Samning um menntun og herþjónustu" (sem báða er að finna á vefsíðu sendiráðsins) og á Vefsíðum norska hersins.
Sérstaklega eru tilgreindar eftirfarandi kröfur til umsækjenda:
- Umsækjandi þarf að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru, það er próf frá framhaldsskóla (stúdentspróf / sveinsbréf) eða sambærileg réttindi, og hann/hún þarf að keppa um námsvist á venjulegan hátt, bæði hvað varðar líkamlega og andlega getu.
- Umsækjandi þarf að leggja fram vottorð vegna NATO SECRET sem gefið er út af íslenska utanríkisráðuneytinu (Utanríkisráðuneytið, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík).
- Umsækjandi þarf að leggja fram staðfest gögn þess efnis að hann kunni skil á bæði skriflegri og munnlegri norsku eða dönsku að því marki að hann geti fylgst með kennslunni á fullnægjandi hátt.
- Að gefnum fyrirvara um að skólavist í herskóla (Befalskolen) skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu.
Hægt er að fá upplýsingar um hina ýmsu herskóla í Noregi með því að hafa samband við Responssenteret norska hersins.
Umsókn um skólavist við herskólana skal skrifa á venjulegu bréfsefni (sérstakt umsóknareyðublað er ekki til fyrir íslenska ríkisborgara) og senda Íslenska utanríkisráðuneytinu sem lika útvegar vottorð vegna NATO SECRET. Umsóknarfrestur er 1. mars á hverju ári.