A | A | A

Norsku tónlistarmennirnir Ole Bøhn og Geir Henning Braaten í Norræna húsinu 11. júní kl. 20.00

Ole BøhnOle Bøhn

Klassík í Vatnsmýrinni: "Norrænar sónötur" Þriðjudaginn 11. júní kl. 20 verða aðrir tónleikar þessa starfsárs í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Á tónleikunum leika norsku tónlistarmennirnir, Ole Böhn á fiðlu og Geir Henning Braaten á píanó, rómantískar sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir norræna höfunda.

Höfundar verkanna eru allir fæddir á nítjándu öld, elstur er hinn danski Niels W. Gade sem fæddur var 1817, nokkru yngri er hinn sænski Emil Sjögren frá miðri 19. öld og hinn norski Arvid Kleven, fæddur rétt fyrir aldamótin, rekur lestina með sónötu sinni frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Tónleikarnir eru styrktir af Norska sendiráðinu í Reykjavík.

Ole Böhn er konsertmeistari Norsku þjóðaróperunnar og aðstoðarprófessor við Sydney Conservatory of Music. Geir Henning Braaten vann á sínum yngri árum til virtra norskra og franskra verðlauna hefur verið einn virtasti og vinsælasti píanómeðleikari Noregs síðan hann debuteraði árið 1966.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 kr en 1000 kr fyrir eldri borgara, öryrkja og félagsmenn FÍT – klassíkrar deildar FÍH. Sérstaklega er hvatt til aðsóknar ungs fólks með því að veita öllum undir 21 árs aldri ókeypis aðgang að tónleikunum.

Efnisskrá:

Emil Sjögren (1853 - 1918) Sónata í g moll op. 19: Allegro vivace Andante Finale: Presto

Niels W. Gade (1817-1890) Sónata nr. 2 í d moll op. 21: Adagio - Allegro do molto Larghetto – Allegro vivace Adagio – Allegro moderato – Allegro molto vivace

Arvid Kleven (1899 – 1929) Sónata nr. 1 op. 10: Allegro moderato, con passione Largamente – Allegretto grazioso Andante molto tranquillo Quasi fantasia