A | A | A
Dag Wernø Holter Foto: SendiráðiðDag Wernø Holter. Foto: Sendiráðið

Sendiherra Noregs á Íslandi

DAG WERNØ HOLTER afhenti forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni trúnaðarbréf sítt sem sendiherra Noregs á Íslandi þann 27. september 2010. Áður en hann kom til Reykjavíkur starfaði hann sem deildarstjóri og aðstoðarsviðsstjóri á skrifstofu mannauðsmála í norska utanríkisráðunautinu í Osló.

 

Dag Wernø Holter er magister (mag.art.) í hugmyndasögu frá Háskólanum í Osló (UIO). Hann hóf störf hjá norsku utanríkisþjónustunni árið 1982, starfaði sem sendiráðsritari við sendiráð Noregs í Beijing 1984 – 1987 og við fastanefnd Noregs hjá ESB í Brussel 1987 – 1990. Eftir það starfaði hann í tvö ár sem sérstakur ráðgjafi á skrifstofu forsætisráðherra Noregs og því næst sem skrifstofustjóri á skrifstofu Norðurlanda og Vestur-Evrópu í norska utanríkisráðuneytinu.

 

Frá 1995 til 1998 starfaði hann sem sendiráðunautur á sviði alþjóðamála við fastanefnd Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.  Kominn heim aftur stjórnaði hann vinnunni við framboð Noregs til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en Noregur var kosinn meðlimur til tveggja ára haustið 2002. Árið 2001 var hann þátttakandi á aðalnámskeiði NATO Defense College í Róm. Frá 2002 til 2006 var hann sendifulltrúi og aðstoðarsendiherra við norska sendiráðið í París.

 

Dag Wernø Holter er fæddur árið 1952 og er giftur Claire Greiner Holter sem er franskur ríkisborgari. Þau eiga þrjú uppkomin börn.


Kilde: noregur.is   |   Del på nettet   |   print