A | A | A

Kennsla í norsku á Íslandi

Á Íslandi er norska kennd í grunnskólum, framhaldsskólum og á háskólastigi. Þar að auki er hægt að taka námskeið í norsku hjá námsflokkum eða málaskólum á ýmsum stigum.

Norska hefur verið kennd á Íslandi á háskólastigi í rúma hálfa öld (frá 1948) og í grunnskólum og framhaldsskólum í rúma þrjá áratugi (frá 1970).

Norska í grunnskólum:
Nemendur sem annað hvort hafa átt heima í Noregi eða eru tengdir Noregi fjölskylduböndum geta valið um að læra norsku í stað dönsku. Nánari upplýsingar má finna í Aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi (á íslensku).

Norska í framhaldsskólum:
Um norsku (og sænsku) í Aðalnámskrá framhaldsskóla á Íslandi (á íslensku).

Norska í Háskóla Íslands í Reykjavík:
Norska sendikennaraembættið við Háskóla Íslands var stofnað árið 1948. Sendikennarinn hefur aðsetur á Nýja Garði, HÍ.

Norska í málaskólum:
Miðstöð Símenntunar Námsflokkar Hafnarfjarðar, Hafnarfirði, Mímir símenntun, Reykjavík, Kvöldskóli Kópavogs, Kópavogi, Málaskólinn Lingva, Reykjavík.