A | A | A
Circus XantiCircus Xanti

Circus Xanti frá Noregi á Volcano sirkushátíð við Norræna húsið 4. - 14. júlí

4. - 14. júlí verður haldin sirkushátíð í Vatnsmýrinni, í Borgarleikhúsinu og í miðbæ Reykjavíkur. Sex litrík sirkustjöld risa og mynda sirkusþorp þar sem hægt verður að kynnast töfrum sirkusheimsins og óa og váa yfir þeim kúnstum sem atvinnusirkuslistamenn fremja.

Cirkus Xanti frá Noregi tekur þátt í Vol.can.o-hátíðinni ásamt m.a. Cirkus Cirkör frá Svíþjóð og Sirkus Íslands. Auk sirkussýninga verður í boði sirkusnámskeið fyrir börn og fullorðna, sirkusljósmyndasýning, sirkuskaffihús og götuleikhús.

Nánari upplýsingar um hátíðina á heimasíðu Norræna hússins: http://www.nordice.is/norraena-husid/frettir/nr/1670 

Heimasíða Cirkus Xanti: http://www.cirkusxanti.no/