A | A | A
Vestmannaeyjabær - HeimaeyVestmannaeyjabær - Heimaey

Norskir gestir á goslokahátíðinni 2013

Í ár eru 40 ár liðin frá því eldgosið í Vestmannaeyjum, en það hófst kl. tvö um nóttina 23. janúar 1973 - og 3. júlí 1973 var því lýst yfir að gosinu væri lokið.

Á goslokahátíðinni fimmtud. 4. - sunnud. 7. júlí verður þessa minst með m.a. sýningu til minningar um Noregsför ungmenna frá Eyjum 1973.

Föstudaginn 5. júlí koma frá Noregi "hinn nýi Erik Bye", söngvarinn Julius Winger, og sjónvarpsfréttamaðurinn Geir Helljesen en Geir hefur oft heimsótt Heimaey á vegum Norska sjónvarpsins NRK og þekkir vel sögu gossins og þau nánu tengsl sem mynduðust milli Vestmannaeyinga og Norðmanna vegna Noregsfarar sumarið 1973. 

Þá munu fulltrúar Norska sendiráðsins í Reykjavík taka þátt í hátíðinni.