A | A | A

Sendiráðið

Sendiráðið í Reykjavík er opinber tengiliður norskra yfirvalda við íslensk yfirvöld. Helsta verkefni sendiráðsins er að gæta norskra hagsmuna á Íslandi og rækta samband ríkjanna tveggja. Sendiráðið vinnur að því að fræða íslenskar pólitískar stofnanir og almenning um afstöðu Norðmanna og sjónarmið í málum sem efst eru á baugi.

Starfsmenn sendiráðsins fylgjast vel með starfsemi og stjórnmálum í íslensku samfélagi svo norsk yfirvöld fái stöðugar upplýsingar um þróun íslenskra innan- og utanríkismála, efnahagsmála og annarra mikilvægra samfélagsmála. Oft er sameiginleg afstaða okkar til ESB í krafti aðildar okkar að EES-samningnum og annarra sameiginlegra hagsmuna varðandi sjálfbæra nýtingu auðlinda Norður-Atlantshafsins kjarni áhugans á íslenskum aðstæðum.

Mikilvægur þáttur í starfsemi sendiráðsins er að miðla fræðslu um Noreg, bæði með því að svara öllum þeim fjölmörgu fyrirspurnum sem berast en einnig með markvissri upplýsingamiðlun. Markhópar þessarar starfsemi eru bæði stjórnmálamenn, fjölmiðlar, skólafólk og íslenskt samfélag almennt séð. Sendiráðið freistar þess einnig að stuðla að auknum gagnkvæmum menningarsamskiptum landanna tveggja, til dæmis með því að veita verkefnum fjárhagslegan stuðning.

Bæði Ísland og Noregur eru nú aðilar að Schengen-sáttmálanum og því er yfirleitt ekki um útgáfu vegabréfsáritana að ræða í Sendiráði Noregs í Reykjavík. Sendiráðið aðstoðar þó borgara annarra ríkja við gerð umsókna um dvalar- og atvinnuleyfi auk mála sem varða ríkisborgararétt. Sendiráðið aðstoðar einnig norska ríkisborgara sem búsettir eru á Íslandi við að endurnýja vegabréf sín.

 


Kilde: noregur.is   |   Del på nettet   |   print