A | A | A
May
15
May
-31
Dato:  15 mai 2009 - 31 mai 2009

Norskar hjólhýsakonur á Listahátíðinni

CAMPINGKVINNENE - HJÓLHÝSAKONURNAR, LISTAVERK MARIT BENHTE NORHEIM Á LISTAHÁTÍÐINNI Í REYKJAVÍK 15. - 31 MAÍ

"Sýningin Campingkvinner (Flyktningekvinnen, bruden, campingmamma, Maria Beskytteren og Sirenen) hverfist um hjólhýsi frá 6. og 7. áratugunum. Hjólhýsið er lifandi tjaldferðalag, ferðalangur, færanlegt heimili, minningar hinnar þröngbýlu fjölskyldu – huggulegheit og sumarfrí eða sprengikrafturinn í öllum þessum grunnþáttum. Einnig má sjá í verkunum sögur sem tengjast sígaunum, sirkusfólki og öðrum flökkuhópum.

Marit Benthe Norheim

fæddist í Noregi árið 1960 og býr nú í Danmörku. Hún nam myndlist við Ríkislistaskólann í Bergen í Noregi og við farandakademíu víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í fimm mánuði í Ítalíu, og við Konunglega listaháskólann í London. Í framhaldi af því námi bjó hún og starfaði í London frá 1984 til 1995. Norheim hefur haldið fjölda sýninga, bæði ein og með öðrum, og tekið að sér stór verkefni í Noregi, Danmörku, Englandi, Svíþjóð, á Íslandi og á Grænlandi. Verk hennar eru á ýmsum almenningssöfnum, svo sem Norskra samtímalistasafninu og Norska ríkislistasafninu og á Glyptótekinu í Kaupmannahöfn. Hún hefur verið kennari við fjölda listaháskóla, meðal þeirra Konunglega listaháskólann og Central Saint Martin listaskólann í London. Mörg stærri verka hennar á opinberum svæðum vinna með samfélagslega þátttöku og í tveimur þeirra nýtir hún sér kvenpersónur úr verkum Henrik Ibsen. Annað þeirra er Konan frá hafinu, kennt við samnefnt leikrit, sem stendur við höfnina í Sæby í Danmörku; hitt er Jómfrúarrottan úr leikritinu Eyjólfi litla, sjö metra höggmynd alsett augum úr postulíni sem 2300 börn tóku þátt í að vinna í Skien, fæðingarborg Ibsens, í tilefni af 100 ára ártíð skáldsins árið 2006."

(Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við Norska sendiráðið á Íslandi)

Hjólhýsakonurnar á leið til Íslands og Listahátíðar í Reykjavík. 

 

Listakonan Marit Benthe Norheim og tónskáldið Geir Johnson

Hjólhýsakonurnar á Austurvelli 16. maí 2009