A | A | A

Skattar

Skattar í Noregi eru áþekkir því sem tíðkast á Íslandi. Tekjuskattur er greiddur fyrirfram og er reiknaður út af vinnuveitanda á grundvelli skattakorts sem lagt hefur verið fram og sem allir fá afhent með því að hafa samband við skattskrifstofuna á hverjum stað.

Upplýsingar um laun og frádrátt, ársyfirlit frá bönkum o.þ.h. berst í janúar ár hvert og á þeim grundvelli reikna skattyfirvöld út þann skatt sem viðkomandi á að greiða. Launþegar og lífeyrisþegar fá útfyllt skattframtal sent í apríl. Öllum ber að fara yfir framtalið sitt og skila því til réttra yfirvalda fyrir 30. apríl. Rekstraraðilar og fyrirtæki fá sín framtalsgögn send um mánaðamótin janúar og febrúar og ber að skila framtali fyrir 28. febrúar (á pappír) eða 31. mars (rafrænt).

Skattstofan reiknar út þann skatt sem mönnum ber að greiða. Skattur er reiknaður út á grundvelli greidds fyrirframskatts. Hafi maður greitt of mikið fyrirfram, er mismunurinn endurgreiddur með vöxtum. Hafi maður greitt of lítið þarf að greiða eftirstöðvar skatta með vöxtum.

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þær reglur sem gilda um skattgreiðslur í Noregi, mælum við með því að þú farir á vefsíðu Skattstjóra, Skattedirektoratet.