Samíska leikkonan Sara M. Oskal flytur einleikinn The Whole Caboddle í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 20.00 föstudaginn 12. ágúst en Sara er þátttakandi á einleikjahátíðinni Act Alone 12. - 14. ágúst.
Þema í The Whole Caboddle er hjátrú, þjóðsögur og sagnaarfur Sama.
Nánari upplýsingar um hátíðina á http://www.actalone.net/