Frá og með árinu 2003 verða umsóknir um aðstoð frá Norska utanríkisráðuneytinu / Norska sendiráðinu vegna komu norskra listamanna til Íslands og norskra menningarviðburða hér á landi afgreiddar hjá viðeigandi stofnunum í Noregi sem Utanríkisráðuneytið hefur samið við.
Íslenskir aðilar sem hafa áhuga á að fá norska listamenn / listamannahópa til Íslands þurfa því að biðja listamennina um að senda umsókn til þessara stofnanna með góðum fyrirvara. Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi heimasíðum:
- Tónlist: Musikkinformasjonssenteret:
Umsóknarfrestir: 1. mars og 1. september.
- Myndlist: Office for Contemporary Art Norway:
Umsóknarfrestir: 15. mars, 1. september og 15. nóvember
- Dans- og leiklist: Danse- og Teatersentrum:
Umsóknarfrestir: 1. mars og 1. október
- Listiðnaður: Norske Kunsthåndverkere:
Umsóknarfrestir: 1. apríl og 1. október
- Bókmenntir: Senter for norsk skjønn- og faglitteratur i utlandet