A | A | A

Norskt ríkisfang

Sendiráðið tekur á móti umsóknum um norskt ríkisfang. Umsókn má líka senda beint til Utlendingsdirektoratet (Útlendingastofnunar) eða leggja hana fram hjá lögreglunni þegar dvalist er í Noregi. Börn norskra ríkisborgara og norrænir ríkisborgarar sem búið hafa í Noregi lengur en í tvö ár geta m.a. sótt um norskt ríkisfang. Norsk yfirvöld viðurkenna þó ekki tvöfalt ríkisfang og forsenda þess að fá norskt ríkisfang er að gefa frá sér fyrra eða fyrri ríkisföng.

Með umsókn verða að fylgja nauðsynleg gögn, svo sem:

  • afrit af fæðingarvottorði umsækjanda
  • afrit af norsku vegabréfi umsækjanda (hafi umsækjandi fengið það útgefið)
  • afrit af fæðingarvottorði þess foreldris (eins eða beggja) sem umsækjandi fékk norskan ríkisborgararétt frá
  • afrit af hjúskaparvottorði foreldra ef faðir er norskur
  • vottorð um aðsetur eða önnur vottorð um að umsækjandi hafi verið til heimilis í Noregi
  • önnur skjöl sem sanna tengsl umsækjanda við Noreg.