A | A | A

Jólatré frá vinabæjum í Noregi

Foto: Norska sendiráðiðOslóartréð á Austurvelli. Foto: Norska sendiráðið

Laugardaginn 28. nóvember:

Garðatorgi, Garðabæ kl. 16.00: Kveikt á jólatrénu frá vinabænum Asker. Margit F. Tveiten sendiherra Noregs á Íslandi afhendir tréð fyrir hönd Askerbúa.

Sunnudaginn 29. nóvember:

Austurvelli, Reykjavík kl. 16.00: Kveikt á jáolatrénu frá Osló en í ár eru liðin 58 ár síðan Oslóarbúar færðu Reykvíkingum í fyrsta sinn jólatré. Aud Kvalbein varaborgarstjóri Oslóarborgar afhendir tréð fyrir hönd Oslóarbúa.

Laugardaginn 5. desember:

Reykjanesbæ kl. 18.00: Kveikt á  jólatrénu frá vinabænum Kristiansand. Thomas Lid Ball sendiráðsritari Norska sendiráðsins á Íslandi afhendir tréð fyrir hönd Kristiansandsbúa.