A | A | A
Fulltrúar Landhelgisgæslunnar, Harald og Vera Snæhólm og sendiherrar Noregs, Bretlands og Kanada við minnisvarðann í Nauthólsvík 26. apríl 2011. Foto: Sendiráðið/PRLFulltrúar Landhelgisgæslunnar, Harald og Vera Snæhólm og sendiherrar Noregs, Bretlands og Kanada við minnisvarðann í Nauthólsvík 26. apríl 2011. Foto: Sendiráðið/PRL

70 ár liðin frá stofnun 330 flugsveitar Norðmanna

26. apríl sl. var þess minnst með athöfn við minnisvarðann í Nauthólsvík að í ár eru 70 ár liðin frá stofnun 330 flugsveitar norska flughersins en hún var stofnuð á Íslandi 25. apríl 1941 og dvaldi hér í Nauthólsvík, á Akureyri og á Búðareyri þar til í júní 1943 þegar síðustu Northrop vélunum var flogið til Skotlands. Íslendingurinn Njörður Snæhólm var meðlimur í 330 flugsveitinni á stríðsárunum og það var fjölskyldan hans sem átti frumkvæðið og stóð að minningarathöfninni í Nauhólsvík. Viðstaddir voru líka fulltrúar Landhelgisgæslunnar og sendiherrar Noregs, Bretlands og Kanada. Sýnt var frá athöfninni í fréttatíma Stöðvar 2 þann 26. apríl (http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVDC2B8053-44AE-49EC-A9D4-EE68DD0B4E99) og á Youtube má sjá 330 flugsveitina í flugi yfir Reykjavík á striðsárunum: 

Upplýsingar á heimasíðu sendiráðsins um 330 flugsveitina: https://noregur.is/News_and_events/history2/iceland/ww2/Norsk-militart-narvar-pa-Island-under-annen-verdenskrig/

 

Blóm við minnisvarðann í Nauthólsvík Foto: Sendiráðið/PRLBlóm við minnisvarðann í Nauthólsvík. Foto: Sendiráðið/PRL