A | A | A
Pernille í Lost Horse Gallery. Foto: Norska sendiráðið

Norska listakonan Pernille Leggat Ramfelt á Sequences-sjónlistahátíðinni

Á sequences-sjónlistahátíðinni sem fer fram í fjórða sinn 30. október - 7. nóvember verður gjörningaformið áberandi og mikið verður um lifandi viðburði i stað standandi sýninga.

Á Lost Horse Gallery á Vitastíg 9a í Reykjavík sýnir norska listakonan Pernille Leggat Ramfelt kvikmyndina "day for night" í ljósaskiptunum 30. október - 7. nóvember, en myndin er hluti af sýningunni (Made up and Let down) sem fimm norrænar listakonur standa að.  Allar listakonunar eiga það sameiginlegt að hafa verið við nám í Lundunum þar sem þær líka búa og vinna. Hinar listakonurnar eru Anita Wernström, Malin Stahl og Sofia Dahlgren frá Svíþjóð og Line Ellegaard frá Danmörku. Föstudaginn 30. október er sýningin opin kl. 18.00 - 20.00.

3. nóvember kl. 15.00 standa listakonurnar að málþingi í Norræna húsinu: (Made up and let down) - "nordisk kunst i en internasjonal sammenheng"