A | A | A

Skólavist íslenskra ríkisborgara í norskum herskólum

Íslenskir ríkisborgarar hafa samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla (Befalskolen) norska hersins. Íslendingar hafa hins vegar ekki tækifæri til að gegna almennri herþjónustu á sama hátt og norskir ríkisborgarar.

Hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra ríkisborgara á norskum herskólum (Befalskolen) á "Leiðbeiningar fyrir Íslendinga sem sækja um skólavist við herskóla í Noregi" og "Samning um menntun og herþjónustu" (sem báða er að finna á vefsíðu sendiráðsins) og á Vefsíðum norska hersins.

Sérstaklega eru tilgreindar eftirfarandi kröfur til umsækjenda:

  • Umsækjandi þarf að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru, það er próf frá framhaldsskóla (stúdentspróf / sveinsbréf) eða sambærileg réttindi, og hann/hún þarf að keppa um námsvist á venjulegan hátt, bæði hvað varðar líkamlega og andlega getu.
  • Umsækjandi þarf að leggja fram vottorð vegna NATO SECRET sem gefið er út af íslenska utanríkisráðuneytinu (Utanríkisráðuneytið, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík).
  • Umsækjandi þarf að leggja fram staðfest gögn þess efnis að hann kunni skil á bæði skriflegri og munnlegri norsku eða dönsku að því marki að hann geti fylgst með kennslunni á fullnægjandi hátt.
  • Að gefnum fyrirvara um að skólavist í herskóla (Befalskolen) skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu.

Hægt er að fá upplýsingar um hina ýmsu herskóla í Noregi með því að hafa samband við Responssenteret norska hersins.

Umsókn um skólavist við herskólana skal skrifa á venjulegu bréfsefni (sérstakt umsóknareyðublað er ekki til fyrir íslenska ríkisborgara) og senda Íslenska utanríkisráðuneytinu sem lika útvegar vottorð vegna NATO SECRET. Umsóknarfrestur er 1. mars á hverju ári.

 


Kilde: noregur.is   |   Del på nettet   |   print