A | A | A

Vinna í Noregi

Í Noregi ríkir frelsi á atvinnumarkaði og öllum er í raun heimilt að sækja um lausar stöður þar. Íslenskir ríkisborgarar hafa hvorki þörf fyrir atvinnu- né dvalarleyfi. Þegar norrænir ríkisborgarar flytja til Noregs ber þeim að fylla út samnorrænt flutningsvottorð sem á að afhenda í því sveitarfélagi sem flust er til.

Atvinnumiðlun
Arbeidsmarkedsetaten býður upp á háþróaða rafræna atvinnumiðlun á Netinu. Í valmyndinni "Ledige stillinger" (Lausar stöður) er að finna yfirlit yfir öll þau störf sem eru í boði hjá stofnuninni og eru þau flokkuð eftir atvinnugrein/iðngrein og fylki. Yfirlitið er uppfært að næturlagi einu sinni á sólarhring. Einnig er að finna fleiri vefsíður með upplýsingum um atvinnumarkaðinn. 

EURES – European Employment Services á Íslandi eða Evrópsk vinnumiðlun veitir einnig upplýsingar um störf í Noregi. EURES er starfrækt af Vinnumálastofnun og er til húsa í Engjateigi 11, 105 Reykjavík, sími .

Að stofna og reka eigin fyrirtæki
Sá sem hyggst koma á fót og reka eigin fyrirtæki í Noregi getur fengið allar nauðsynlegar upplýsingar á netinu.