A | A | A
Oslóarjólatréð höggvið Foto: Vidar RuudOslóarjólatréð fellt á Grefsenkollen. Borgarstjóri Oslóar Fabian Stang, sendiherra Noregs á Íslandi Margit F. Tveiten og sendiherra Íslands í Noregi Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Foto: Vidar Ruud

Oslóarjólatréð höggvið

Jólatréð sem Oslóarbúar munu gefa Reykvíkingum í ár var fellt við hátíðlega athöfn á Grefsenkollen mánudaginn 16. nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem Oslóartréð er fellt við slíka athöfn og viðstaddir voru meðal annarra sendiherra Íslands í Noregi Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Noregs á Íslandi Margit F. Tveiten, borgarstjóri Oslóarborgar Fabian Stang og varaborgarstjóri Aud Kvalbein sem sunnudaginn 29. nóvember mun afhenda tréð á Austurvelli. Í ár eru liðin 58 ár síðan Oslóarbúar færðu Reykvíkingum í fyrsta sinn jólatré (1951).