Gro Nystuen flutti fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík
SIÐFRÆÐI Í FJÁRFESTINGUM Vaxandi þáttur í fjárfestingarumhverfi
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir fundi fimmtudaginn 6. mars 2008 í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2.
Fyrirlesari var Gro Nystuen, formaður siðfræðráðs Norska lífeyrissjóðsins og dósent við lagadeild Oslóarháskóla. Gro fjallaði um sjónarmið sjóðsins og þróun á fjárfestingarvettvangi þess.
Fundarstjóri var Páll Ásgeir Davíðsson, sérfræðingur við lagadeild háskólans.