Norski rithöfundurinn Beate Grimsrud sem tilnefndur var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2011 fyrir skáldsöguna En dåre fri var gestur á bókmenntakvöldi í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. júní. Kynnir var Tiril Myklebost sendikennari í norsku við Háskóla Íslands.
Beate er fædd 1963 í Bærum í Noregi en fluttist ung að aldri til Svíþjóðar þar sem hún er búsett í Stokkhólmi. Bæði Norðmenn og Svíar líta á Beate sem sinn og var hún tilnefnd til Bókmenntaverðlaunanna nú af báðum löndunum. Beate hefur áður verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en það var árið 2000 fyrir bókina Å smyge forbi.