A | A | A
Sep
06
Oct
-04
Dato:  06 september 2010 - 04 oktober 2010
Kategori(er): 

Námskeið fyrir íslendinga í norsku

Frá Norræna félaginu:   TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ Í NORSKU

 

Norræna félagið stendur fyrir tungumálanámskeiðum sem hefjast í

septembermánuði. Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum í Norræna félaginu en

athugið að auðvelt er að gerast félagi.

 

Á námskeiðunum er lögð áhersla á að æfa framburð og þjálfa tal, auka

orðaforða og þjálfa málskilning. Dreginn er fram munur á sænsku og norsku á

dönsku og svo íslensku eftir því sem við á. Kennslan er löguð að þörfum

hvers og eins eftir bestu getu. Að mestu er stuðst við ljósrit úr bókum sem

kennari dreifir í kennslustundum, svo og snældur með upplestri og samtölum.

Ljósritin eru innifalin í námskeiðsgjaldinu.

 

Á mánudögum kl. 20:00-21:30 frá 6. september – 4. október, alls 10

kennslustundir.

Kennari í norsku er Hermann Bjarnason.

Skráning  á námskeiðin fer fram hjá Norræna félaginu í síma og á

netfanginu .

 

Námskeiðin kostar 6.500 krónur fyrir félaga í Norræna félaginu.

Félagsaðild í Norræna félaginu kostar aðeins 2.500 kr. á ári / 1.250 kr.

fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri. Greiða þarf þátttökugjald áður en

námskeið hefst.