A | A | A

Æðri menntun

Hér er að finna upplýsingar um norska háskólakerfið:

Æðri menntun (Háskólar og skólar á háskólastigi)
Námskeið í norsku fyrir útlendinga
Sumarnámskeið í norsku - tungumál og menning fyrir erlenda nemendur í norsku

Æðri menntun

Skipta má æðri menntastofnunum í eftirfarandi flokka:

Háskólar veita menntun á breiðu faglegu sviði og leiðir til háskólaprófs. Háskólar bjóða einnig upp á doktorsnám. Við alla háskóla eru margar deildir og þær veita menntun á sértækum sviðum, t.d. á sviði hugvísinda, lögfræði, læknisfræði, samfélagsvísinda, tannlækninga, heimspeki, guðfræði og máttúruvísinda.

Sérgreinaháskólar bjóða 4-6 ára nám á ákveðnum fagsviðum, t.d. í hagfræði, landbúnaði, fiskveiðigreinum, íþróttum, arkitektúr, raungreinum og tækni- og náttúruvísindagreinum, tónlist, guðfræði og kristinfræðigreinum.

Ríkisháskólar bjóða nám í ýmsum greinum. Námið stendur yfirleitt 2-4 ár. Einnig er boðið upp á nám í 1/2 til 3 ár í ýmsum greinum. Margir skólanna bjóða einnig framhaldsmenntun, símenntun, fullorðinsfræðslu, rannsóknir og vísindastarfsemi.

Einkaháskólar bjóða upp á nám í guðfræði og kristinfræði, heilbrigðis- og félagsgreinum, hagfræði-, tölvu- og verkfræðigreinum og uppeldisfræðum ásamt t.d. tónlist og ballett.

Listaháskólar bjóða menntun á hinum ýmsu listasviðum, t.d. leiklist, óperu, ballett, myndlist, listiðn og hönnun.

Kennslu er skipt í tvær annir við flesta þessa háskóla, haustönn og vorönn.

Háskólarnir gefa sjálfir nánari upplýsingar um inntökuskilyrði. Umsóknarfrestur er að jafnaði 15. apríl en þó getur verið um ákveðnar undantekningar að ræða á því.

Flestir skólarnir hafa sínar eigin vefsíður. Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar um háskóla af ýmsu tagi, skóla, námskeið, menntun, viðurkenningu á menntun erlendis frá o.s.frv. á eftirfarandi heimasíðum þar sem er að finna krækjur til hinna ýmsu skólastofnana.

Námskeið í norsku fyrir útlendinga
Folkeuniversitetet i Oslo (Námsflokkar Oslóar) stendur fyrir mörgum námskeiðum í norskri tungu á ýmsum stigum. Yfirlit á heimasíðu skólans: http://www.fuoslo.no

Sumarnámskeið í norskri tungu og menningu við norska háskóla

Norræna stofnunin við Háskólann í Bergen (Nordisk institutt ved Universitetet i Bergen) stendur árlega fyrir sumarnámskeiði fyrir stúdenta sem læra norsku við erlenda háskóla. Gerð er krafa um undirbúningsmenntun í norsku.

Árið 2006 er námskeiðið haldið frá 3. til 28. júlí til og ca. 60 stúdentar komast þar að.
Umsóknarfrestur: 1. febrúar 2007.
Upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðum háskólans.

Alþjóðlegi sumarskólinn (ISS) við Óslóarháskóla stendur á hverju sumri fyrir mörgum námskeiðum í norskri tungu og menningu á ýmsum stigum. Árið 2007 eru námskeiðin haldin frá 23. júní til 3. águst. Umsóknarfrestur: 1. febrúar 2007. Upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðu háskólans.