A | A | A
May
12
May
-27
Dato:  12 mai 2007 - 27 mai 2007

Ellen Karin Mæhlum sýnir í Íslenskri Grafík

Geoprint - Jarðþrykk í Íslenskri Grafík, Tryggvagötu 17 - hafnarmegin.

Á síðustu árum hefur norska listakonan Ellen Karin Mæhlum unnið að röð verka sem hún kallar Geoprint eða Jarðþrykk á íslensku. Upphaf vinnu Ellenar má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðöngrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða.

Í leiðöngrunum tók Ellen ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Sýning Ellenar er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Sýningin er samstarf Ellenar og PGP - Physics of Geological Process við Háskólann í Osló.

Ellen hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili.

Sýningin opnar laugardaginn 12. maí kl. 15.00 og stendur til 27. maí.

Sýningin er opin fimmtudaga - sunnudaga kl. 14.00 - 18.00.

(Úr fréttatilkynningu frá Íslenskri Grafík)