A | A | A
May
29
Oct
-27
Dato:  29 mai 2007 - 27 oktober 2007

Grieg-tónleikar í Ketilhúsinu

 

Kvennakórinn EMBLA verður með tónleika í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri þriðjudaginn 29. maí kl. 20.00

þar sem flutt verða verk fyrir kvennakór, einsöngvara og píanó eftir norska tónsnillinginn Edvard Grieg í tilefni 100 ára dánarafmælis hans á þessu ári.

Flutt verða öll verk sem tónskáldið samdi fyrir kvennakór, auk þess kaflar úr Pétri Gaut og úr ófullgerðu óperunni Ólafi Tryggvasyni. Mörg þessi verk hafa aldrei verið flutt hér á landi áður og er þetta einstaklega aðgengileg og falleg tónlist sem allir geta notið.

Auðrún Aðalsteinsdóttir og Þuríður Baldursdóttir, ásamt félögum úr kórnum syngja einsöng. Píanóleikari er Aladár Rácz.

Kvennakórinn Embla var stofnaður 1. september 2002 og er skipaður konum af Eyjafjarðarsvæðinu. Markmið kórsins er að flytja klassíska og nýja tónlist fyrir kvennaraddir og hefur kórinn flutt verk eftir snillinga eins og Grieg, Liszt, Bach, Brahms, Britten, Haydn, Telemann og Pergolesi.

Stofnandi og stjórnandi kórsins er Roar Kvam.

Þessir tónleikar verða væntanlega endurteknir í Norræna húsinu í Reykjavík 27. október nk.