A | A | A
Sep
27
Oct
-07
Dato:  27 september 2007 - 07 oktober 2007
Kategori(er): 

Norska myndin Vandræðamaðurinn á Kvikmyndahátíðinni

Þetta er í fjorða sinn sem haldin er Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Myndin "Den brysomme mannen" sem hefur hlotið heitið "Vandræðamaðurinn" á íslensku, er eina norska kvikmyndin á hátíðinni en hún hefur hlotið fjölda verðlauna, sjá yfirlit á heimasíðu Norsk Filminstitutt

"Vandræðamaðurinn" verður frumsýnd í Regnboganum föstud. 28. september kl. 18.00. Margit F. Tveiten, nýr sendiherra Noregs á Íslandi, flytur ávarp. Léttar veitingar í boði sendiráðsins.

Næstu tvær sýningar eru mánud. 1. okt. kl. 20.00 og fimmtud. 4. okt. kl. 22.

Íslenskur meðframleidandi "Vandræðamannsins" er Kvikmyndafélag Íslands - Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp.