A | A | A
Aug
18
Aug
-26
Dato:  18 august 2007 - 26 august 2007

REYFI 2007

Norræna húsið 18. - 26. ágúst 2007: Menningargnægð - norræn menningarhátíð sem gefa skal innsýn í þann fjölbreytileika og þau gæði sem starfsmenn Norræna hússins vona að verði aðalsmerki hússins og geri það að mikilvægum þætti í daglegu lífi allra.

Norsk atriði:

Mánud. 20. ágúst kl. 22:45: Tónlistarkonan Ane Brun. Ane, sem er mjög vinsæl í Noregi, býr í Stokkhólmi þar sem hún rekur eigin útgáfu.

Þriðjud. 21. ágúst kl. 21:00: Íslenski barítonsöngvarinn Ágúst Ólafsson og finnska sópransöngkonan Laura Pyrrö minnast 100 ára ártíðar Edvards Griegs og 50 ára ártíðar Jeans Sibeliusar. Bæði Ágúst og Laura hafa lært við Sibeliusarakademíuna í Helsinki.Á dagskránni er einnig Mozart. Undirleikari er Antónía Hevesi.

Fimmtud. 23. ágúst kl. 22:30: Einkenni Magnet, sem heitir réttu nafni  Even Johansen, er einstakur gítarhljómur. Magnet semur mjög tilfinningaþrungna tónlist. Magnet hefur áður komið til Íslands sem þátttakandi á IcelandAirwaves.

Nánar um REYFI á heimasíðu hátíðar.