A | A | A
May
24
Jul
-22
Dato:  24 mai 2007 - 22 juli 2007

Af norskum rótum - gömul timburhús í Noregi og á Íslandi

24. maí - 22. júlí 2007: Norska húsið í Stykkishólmi   

Sýningin opnaði fimmtud. 24. maí og er opin daglega frá kl. 11.00 - 17.00.

Að öllum líkindum hafa hús verið flutt tilsniðin frá Noregi þegar á fyrstu árum búsetu norrænna manna á Íslandi og sennilega hefur slíkur innflutningur átt sér stað á öllum öldum síðan. Elstu hús sem varðveist hafa hér á landi og með vissu eiga uppruna sinni í Noregi eru frá seinni hluta 18. aldar. Katalóghúsin frá því um aldamótin 1900 eru hins vegar æði mörg og áþreifanlegustu vitnisburðir þessarra menningarstrauma og þeir sem mestu máli skipta okkur í daglegu lífi.

Áhrif norsku sveitserhúsanna urðu mikil á Íslandi, bæði vegna innflutnings verksmiðjuframleiddra húsa og ekki síst vegna katalóga sem sýndu hús, byggingarhluta og skraut og notaðir sem fyrirmyndir hjá íslenskum forsmiðum.

Norska sýningin "Complet færdige Huse", um verksmiðjuframleiðslu á húsum og byggingarhlutum hjá Strømmen Trævarefabrik í Strømmen nálægt Lillestrøm var sett upp af Akershus Fylkesmuseum, Oslo Bymuseum og Fortidsminneforeningen  í Oslo og Akershus árið 2003.

Vegna þeirra áhrifa sem norsku sveitserstilshúsin höfðu á Íslandi þótti tilvalið að setja þessa sýningu upp hérlendis með viðbót um katalóghús og sveitserstílshús á Íslandi.

Íslenski hluti sýningarinnar er unnin á vegum Húsafriðunarnefndar ríkisins, Minjasafns Reykjavíkur og Norges Ambassade. Efnið er að mestu leyti tekið úr bókinni "Af norskum rótum - Gömul timburhús á Íslandi" sem gefin var út af Máli og Menningu 2003.

Sýningin "Af norskum rótum. Gömul timburhús í Noregi og á Íslandi" var ár 2005 hluti af aldarafmæli friðsamlegra sambandsslita Noregs og Svíþjóðar 1905.