Þriðjudaginn 16. október 2007 hélt Menningarráð Austurlands málþing um norrænt samstarf á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Tilefnið var meðal annars að út var að koma ritið á jaðrinum - på ytterkanten. Vesturáll og Austurland - tvær hliðar á sama hafi Vesterålen og Øst-Island - to sider av samme hav sem er samstarfsverkefni Menningarráðs Austurlands og Menningarráðs Vesteráls í Noregi. Milli þessara svæða, Austurlands og Vesturáls, hefur verið náið menningarstarf frá árinu 2004 en það samstarf hófst í framhaldi af menningarkynningu sem Vesturáll stóð fyrir í Norræna húsinu í Reykjavík árið 2002.
DAGSKRÁ:
13.00 Setning málþings. Óðinn Gunnar Óðinsson formaður Menningarráðs Austurlands
13.10 Ávarp Margit F. Tveiten sendiherra Noregs á Íslandi
13.20 Kynning á ritinu á jaðrinum - på ytterkanten Margit F. Tveiten sendiherra Noregs á Íslandi
13.35 Tónlist
13.45 Norden i sentrum - Øst-Island eller Manhattan Max Dager forstöðumaður Norræna hússins í Reykjavík
14.10 Hvað er Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri? María Jóna Jónsdóttir forstöðumaður Norrænu uppýsingaskrifstofunnar
14.30 Hlutverk Norrænu félaganna í norrænu samstarfi Unnar Stefánsson formaður vinabæjanefndar Norræna félagsins á Íslandi
14.45 Kaffi
15.30 Hvers vegna norrænt samstarf Pállborðsumræður Stjórnandi Arndís Þorvaldsdóttir
16.10 Ráðstefnuslit Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi á Austurlandi