"MÁLVERK OG GRAFÍK" í Hafnarborg 28. júní - 5. ágúst
Fimmtudaginn 28. júní var opnuð í Hafnarborg sýning á verkum norska listmálararans og grafíklistamannsins Kjell Nupen.
Kjell Nupen er fæddur í Kristiansand og ákvað ungur að gerast listamaður. Hann útskrifaðist ungur frá Listaháskólanum í Osló og Staatliche Kunstakademie í Dusseldorf og vakti strax athygli fyrir verk sín, bæði sem listmálari og grafíklistamaður og hefur hann allar götur síðan verið áberandi í norskri samtímalist.
Þessi fjölhæfi listamaður hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um heim og verk eftir hann eru í söfnum m.a. í Kína, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Eitt af hans þekktari verkum má finna í Otterdalsgarðinum í Kristiansand, höggmyndagarði sem opnaður var 1991.
Í byrjun ferils Kjell Nupen var samfélagsgagnrýni áberandi í list hans, en á síðari árum hefur meira borið á landslagi gæddu sterkum formum og malerískum blæbrigðum.
(Heimasíða Hafnarborgar)
Sýningin er samstarfsverkefni fjögurra safna og verður sett upp í þeim öllum á næstu tveimur árum. Samstarfsaðilar eru Museet for religiøs kunst og Kastrupgårdsamlingen í Danmörku, Haugar Vestfold kunstmuseum í Noregi og Hafnarborg, en sýningin er fyrst opnuð þar.