Dato: 01 februar 2007 - 31 mai 2007
Noregsferð í fótspor Snorra Sturlusonar komin út á norsku
Bók Þorgríms Gestsonar FERÐ UM FORNAR SÖGUR Noregsferð í fótspor Snorra Sturlusonar (Hið íslenska bókmenntafélag 2003) er komin út á norsku í þýðingu Gro Tove Sandsmark sendikennara í norsku við Háskóla Íslands (I Snorre Sturlasons fotefar, Vigmostad & Bjørke forlag 2006).
Þorgrímur ferðaðist sumarið 2001 um söguslóðir Snorra Sturlusonar og nokkurra íslendingasagna í Noregi og í bókinni fléttar hann saman söguþræði sagnanna og frásögninni af leit að sögustöðum.