Dato: 10 august 2007 - 12 august 2007
Kategori(er):
Norskir listamenn á hátíðinni Uppskera og Handverk
Hátíðin Uppskera og Handverk verður haldin að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í 15. sinn 10. - 12. ágúst. Þema hátíðarinnar er kornið og bryddað verður upp á margvíslegum nýjungum.
Í ár tekur fjöldi norskra listamanna þátt á hátíðinni. Á vegum Sommerakademiet (Vestur-Noregi) koma 15 listamenn m.a. fatahönnuðurinn Bine Melby sem vinnur flíkur úr kúaskinnum og frá Austur-Noregi kemur fatahönnuðurinn og fataframleiðandinn Berit Jeanette H. Engen.
Opnun hátíðar er kl. 10.00 föstud. 10. ágúst.
Framkvæmdastjóri hátíðarinnar á Hrafnagili er Dóróthea Jónsdóttir ()